Box Island er rökfræðilegur þrautaleikur fyrir spjaldtölvur sem auðveldar krökkum að beita grunngildum forritunar og efla rökfræðilegan hugsunarhátt. Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni. Spilunin í leiknum virkar þannig að krakkar þurfa að hjálpa Hiro að komast framhjá ýmsum hindrunum á ferðalagi sínu um eyjuna og þurfa að nota verkfærakistu með þremur forritunaraðgerðum til að komast í gegnum þrautirnar.

(NördNorðursins: Bjarki Þór Jónsson)

Í Vesturbæjarskóla var leikurinn kynntur fyrir 4.bekk sem vann í forritinu eina kennslustund. Áhuginn var mjög mikill allann tímann og voru krakkarnir hrifnir af því að geta stýrt Hiro og vinum hans í gegnum leikinn.

Leikurinn snýst í raun að leysa þrautir og fara áfram á næsta borð. Eftir því sem borðunum fjölgar verður forritunin erfiðari en þó þannig að byggt er ofan á þekkingu frá fyrri borðum. Þegar bekkjarfélagi uppgötvaði leið sem var erfið, var hann beðinn að hjálpa og leiðbeina. Þannig unnu allir að sama markmiði að koma Hiro og félögum áleiðis eftir mismunandi hindrunum. Til að allir fengju jafnan tíma til að prófa var ákveðið að hver og einn fengi 5 mínútur í senn og svo var skipt. Sá sem var ekki með spjaldtölvuna var samt sem áður virkur og aðstoðaði sinn félaga áfram ef hann lenti í vandræðum.

Eftir tímann voru allir beðnir að lýsa sinni upplifun á leiknum og voru svörin eins margvísleg og þau voru mörg. Í heildina fannst flestum þetta mjög skemmtilegur leikur. Eins og sumir sögðu: „mjög skemmtilegt, einn af bestu leikjunum, gaman því hvað við komumst langt”. Nokkrir áttu erfitt með að skilja leikinn og fannst hann ekki skemmtilegur og mörgum fannst leiserinn erfiðastur.

Hvað voru þau eiginlega að læra með þessum leik? Hnitakerfið, stærðfræði og vinátta voru svörin og því fannst þeim merkilegt að komast að því að þau hefðu verið að forrita.

Ef þau mættu gera athugasemdir þá væri það að stytta ferðina að eldfjallinu, hafa færri borð, fleiri hreyfingar, jafnvel á ská. Fjölga körlunum og láta sofandi karlana gera eitthvað. Eins að láta karlana hoppa yfir kassana, leiserinn og fleira. Að lokum að gefa verðlaun fyrir að bjarga vini sínum.

Linda Sverrrisdóttir
VesturbæjarskóliUmmæli

ummæli

Powered by Facebook Comments