Hér ætla ég að benda á nokkur skemmtileg og hentug öpp til útikennslu, en undanfarið hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir um það. Þó svo að ég miði upplýsingarnar við leikskóla þá ættu þær að henta einnig grunnskólakennurum.

image001utikennsla

 

 

image003utikennslaEitt skemmtilegasta appið sem ég hef kynnst til þess að útbúa ratleiki utandyra er smáforritið (Appið) Xnote. Það kostar ekki mikið $2.99.

Forritið er mjög einfalt í notkun. Þegar forritið opnast er þér boðið að setja inn mynd af því sem á að leita að eða staðnum sem á að fara á. Síðan einfaldlega ákveður þú ákvörðunarstað og merkir inn á kort sem birtist á skjánum. Þú skrifar skilaboð til þeirra sem eiga að leita, getur t.d. óskað þeim til hamingju með að hafa fundið fjársjóðinn. Svo sendir þú með tölvupósti (það eru reyndar fleiri sendingarmöguleikar t.d. á fésbók og fl.) til þess sem á að leita að staðnum. Þegar viðtakandi opnar tölvupóstinn smellir hann á mynd af Xnote og þá birtist kort. Á kortinu er áfangastaður merktur með stóru X og staðsetning þeirra sem eru að leita með bláum punkti. Þessi blái punktur færist um leið og þú leggur af stað og nálgast áfangastað smátt og smátt.

image005utikennsla

Skemmtilegast er að biðja einhvern annan kennara að fela fjársjóðinn/ákveða staðsetningu svo þú fáir jafn mikið út úr leitinni og börnin.

Ratleikur með QR kvóða

image009utikennslaQRimage011utikennsla kvóðar eru frábærir til þess að nota í ratleiki bæði úti og inni. Þeir hafa þann eiginleika að þú getur falið nánast hvað sem er á bak við þá. T.d. mætti fara í ratleik inni í leikskólanum eða um nánasta nágrenni hans. Kvóðarnir vísa þér þá á ákveðna staði í nágrenninu og þar geta verið staðsettir kvóðar sem fræða börnin um t.d. staðhætti, örnefni, plöntur, tré og hvað sem þér kann að detta í hug og vísa á næsta stað. Kvóðinn sér þá til þess að í spjaldtölvunni/símanum opnast t.d. heimasíða með fróðleik, eða kennarinn er búinn að setja inn fræðandi texta. QR kvóði er útbúinn á vefsíðunni http://qrcode.kaywa.com/ og svo þarf að hlaða niður smáforriti (App) sem getur lesið kvóðann t.d. Scanner

SkyView

image015utikennslaSkyView smáforritið (App) er ókeypis og alveg einstaklega skemmtilegt. Börnin eru algerlega heilluð af því. Þau beina iPadinum upp til himins til þess að finna stjörnumerkin. Það er hægt að gera hvort sem er í björtu sem dimmu. Það verða miklar umræður um stjörnumerkin við þennan skemmtilega leik.

image017utikennsla  image013utikennsla

Leafsnap

image019utikennslaLeaf snap er alveg ótrúlegt smáforrit (App) sem er ókeypis. Það gerir manni kleift að skanna hvaða laufblað sem er til þess að finna út úr því frá hvaða trjátegund það kemur. Ótrúlegt en alveg satt. Forritið er á ensku svo leikskólakennarar verða að vera búnir að vinna svolitla heimavinnu, kynna sér enska heitið á algengustu trjám hér á landi. Það er nú ekki mikið mál miðað við ánægjuna sem börnin hafa við þessa uppgötvun.

Spyglass
image021utikennslaSpyglass (App) er smáforrit sem er áttaviti og ódýrt $3.99. Hægt er að sjá kort af umhverfinu á bakvið og hafa börnin gaman af því að sjá í hvaða átt verið er að fara. Upplagt að kenna þeim áttirnar í þeirra nánasta umhverfi, t.d. í hvaða átt er Esjan og í hvaða átt eru Bláfjöllin o.s.frv.


Google smáforrit

Það er ekki hægt að fjalla um smáforrit (App) í útikennslu án þess að nefna ókeypis Google Maps og Google Earth Forritin eru einfaldlega snilld og eiga að vera í öllum iPödum. Börnin hafa einstaklega gaman af því að skoða þau og núna geta þau sýnt vinum sínum eigin heimili. Börnin hafa gaman af því að nota forritið til þess að fara frá einum stað til annars. Notagildi þessara smáforrita er endalaust.

image025utikennsla image023utikennsla

 

 

 

Gangi ykkur vel,
Fjóla Þorvaldsdóttir

fjolath@kopavogur.is

image027utikennsla


Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments