Með þessu frábæra appi læra börnin hin ýmsu orð, hvernig þau eru skrifuð, borin fram og hvað þau þýða.

Hægt er að velja allskonar flokka sem fylgja, eins og t.d. Föt, tölustafi, liti o.s.frv.

Eftir að flokkurinn hefur verið valinn þá er hægt að velja 5 erfiðleikastig eftir því hvað þarf að leggja áherslu á hverju sinni.

Tekið er fram að allir þeir flokkar sem fylgja eru á ensku en svo er hægt að þýða þá og ná í fleiri og er nú þegar hægt að ná í þónokkra á íslensku.Portfolio ‘Grunnskóli’

Erfiðleikastig:

Flashcards – Myndir með upplestri

Photo Touch – Hlustun, velja mynd eftir hlustun

Reader – Æfing í lestri, velja rétta mynd miðað við orð

Match Up –  Tengja myndir við orð

Word Builder – Raða saman orðum eða stöfum

Hægt er að aðlaga alla flokkana og erfiðleikastigin eftir þörfum hvers og eins.

Mjög sniðugt smáforrit sem hægt er að nota í málörvun, lestri, stafsetningu ofl.

Einnig flott að nota það fyrir þá sem eiga erfitt með tjáskipti.

Ef maður kýs að þýða flokk þá er einnig hægt að deila honum með öðrum notendum Bitsboard og fer flokkurinn þá inn í svokallað Catalog og þar er hægt að finna líka fleiri flokka sem aðrir hafa þýtt á hinum ýmsu tungumálum og því tilvalið að nota appið í tungumálakennslu

 

Bitsboard á iTunes

bitsboard

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
Frítt

Fyrir iPad.Requires
IOS 5.0 or later

Sett inn 19.febrúar 2013Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments