LEIKUR – LÆRA – KENNA
 eru einkunnarorð fyrirtækisins. Bitsboard er kennsluforrit sem hentar einstaklega vel í málörvun, lestrarkennslu, tungumálakennslu, stafsetningu einnig má nýta það í  faggreinakennslu.
Allir á aldrinum 1 – 99 ára geta notað forritið og haft gaman af því.

Í stuttu máli virkar Botsboard þannig að unnið er með borð og flokka. Alltaf er hægt að ná í fleiri borð (boards) á Catalog eða búa til sjálfur. Í hverjum flokki er hægt að velja um 30 mismunandi leiki, en það fer eftir borðinu sjálfu hvað hægt er að spila marga. Forritið er í stöðugri þróun og fleiri leikir eru alltaf að bætast við. Til gamans má geta að fyrir tveimur árum voru leikirnir í Bitsboard einungis fjórir.

,,Við sem erum í sérkennslunni hér á Arnarbergi erum m.a.  að nýta okkur Bitsboard með einhvefu barni til að kenna nöfn barnanna og kennara á deildinni.  Þá eru myndir af viðkomandi einstaklingum sett inn í Bits-bordið og talað inn á.  Eins erum við að gera með fjölskyldu viðkomandi barns.  Foreldrar létu okkur í té myndir af fjölskyldumeðlimum, ömmu og afa og við geum eins með þetta.  Þetta virðist virka vel fyrir þennan einstakling, höfðar til hans og maður nær honum í betri samvinnu frekar en að hafa ljósmyndirnar á borði.”

Guðrún Björnsdóttir sérkennslustjóri Arnarbergi

,,Ég kalla oft Bitsboard Pro Appið. Það er stórkostlegt app. Við höfum t.d. náð góðum árangri í að efla íslenskan málþroska barna með annað móðurmál en íslensku með þessu appi.”

Fjóla Þorvaldsdóttir leikskólasérkennari

,,Bitsboard gefur tækifæri til náms, leiks og sköpunar í einu smáforriti. Frábært smáforrit fyrir erlend börn til að læra íslensku og fyrir innlend börn að læra eitthvað nýtt.”

Anna Karakulina grunn- og framhaldsskólakennari í leikskólanum Arnarbergi

 

Hver er helsti munur á  Bitsboard and Bitsboard PRO?

  • - Bitsboard PRO kostar Bitsboard frítt
  • - Bitsboard PRO hægt að nota fleiri notendur
  • - Bitsboard PRO flytja inn og út borð með Dropbox
  • - Bitsboard PRO fleiri myndir sem hægt er að nota
Bitsboard Pro á iTunes

bitsboard_pro

 

 

 

 

Sett inn 13.nóvember 2015Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments