Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og Talþjálfun Reykjavíkur, notar hér sömu aðferðafræði og hún hefur þróað um árabil í starfi á Íslandi í náms- og þjálfunarefninu „Lærum og leikum með hljóðin.“ Smáforritið Kids Sound Lab kennir á lifandi og skemmtilegan hátt um ensku málhljóðin, framburð þeirra og staðsetningu talfæra fyrir hljóðin. Hljóðin eru sett upp í sömu röð og enskumælandi börn tileinka sér hljóðin í máltökunni og hægt er að fylgja þeirri röð eða velja sjálfur hvaða hljóð er æft hverju sinni.

Smáforritið er mjög skemmtileg nálgun fyrir alla þá sem eru að læra ensku. Það er kjörið í enskukennsluna fyrir framburð og orðaforða. Hægt er að taka upp og hlusta á hvernig orðin eru borin fram. Hægt er að skrá nafn, aldur og kyn þess sem æfir og vista hversu langt barnið er komið í hljóðunum. Þá má skrá athugasemdir jafnóðum og senda í netpósti. Ráðgefandi aðilar eru Dr. Barbara Hodson við Wichita State University, KS og Dr. Katherine Abbott Verdolini við University of Pittsburg, PA.

Kids Sound Lab á iTunes

laerum_og_leikum-icon

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
$ 19.99

Fyrir iPad.
Requires iOS 6.0 or later.

Sett inn 24. september 2013

 Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments