Kodable er auðvelt smáforrit sem kynnir forritun fyrir krökkum, 5 ára og eldri. Forritið kynnir forritunarhugtök og hvernig leysa á hin ýmsu vandamál er varða forritun. Fyrstu borðin eru frí en hægt er borga til þess að fá fleiri borð. Kodable gefur börnunum forskot í tæknilega heiminum sem við lifum í.

Kodable þjálfar:

  • - Rökhugsun
  • - Röð aðgerða
  • - If – setningar – „Ef þetta er satt, þá gerist þetta“
  • - Lykkjur – endurtaka sett af skipunum

Kodable er æðislegur leikur sem kynnir forritunarhugtök fyrir krökkunum og þjálfar rökhugsun sem er nauðsynlegt að hafa í lagi þegar verið er að forrita. Leikurinn er skemmtilegur en krefjandi. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í 2. og 3. bekk í Kelduskóla.

Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, iPad þróunarverkefni í Kelduskóla (Korpa)

Kodable á iTunes

kodable_icon
Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
Frítt

Fyrir iPad .
Requires iOS 5.1 or later.

Sett inn 3. október 2013Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments