Lærum og leikum með hljóðin er frábært íslenskt forrit fyrir börn sem undirbýr þau fyrir lestrarnám, eykur orðaforða þeirra og hljóðmyndun.

Á lifandi og skemmtilegan hátt er börnunum kennt að segja íslensku málhljóðin rétt. Þau læra hljóð íslensku bókstafanna og fingrastafrófið um leið og lestrarferlið er undirbúið. Hægt er að taka upp og hlusta á hvernig barnið segir orðin og einnig er hægt að halda utanum hversu langt barnið er komið með því að vista æfingarnar. Athugasemdir er hægt að skrá jafnóðum og einnig senda í netpósti. Þetta forrit er frábær viðbót á leikskólann og einnig heima við þar sem foreldrar geta fylgst með og tekið þátt í lærdómi barnsins.

 

 Frábært og einfalt smáforrit á íslensku til að kenna börnum hljóðmyndun íslenskra stafa á skemmtilegan hátt.

Rakel G. Magnúsdóttir – Kelduskóli og Bakkaberg

 

Lærum og leikum með hljóðin á iTunes

laerum_og_leikum-icon

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
$28,99

Fyrir iPad
Requires IOS 6.0 or later.

Sett inn 31. ágúst 2013

 Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments