Lumosity er eins og einkaþjálfari fyrir heilann þinn. Þú byrjar á því að skrá þig inn með netfangi. Því næst velur þú hvað þú vilt bæta, t.d. einbeitingu og að muna nöfn. Þá velur forritið leiki fyrir þig sem þjálfa þessa hluti. Forritið mælir með daglegri æfingu en hægt er að láta það minna þig á æfingarnar á þeim tíma dags sem þér hentar. Á hverjum degi stingur forritið upp á þremur mismunandi leikjum. Fleiri leiki er að finna á vefsíðu Lumosity.

Smáforritið er frítt en til þess að fá fullan aðgang er hægt að velja um fimm áskriftarleiðir:

Mánaðaráskrift – Einstaklingur 14.95$/mán
Ársáskrift – Einstaklingur 6.70$/mán
Tveggja ára sáskrift – Einstaklingur 5.00$/mán
Ævilöng áskrift – Einstaklingur 299.95$
Ársáskrift – Fjölskylda (5 notendur) 10.83$/mán

 

Lumosity á iTunes

lumosity_icon

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
Frítt

Fyrir iPhone, iPad og iPod touch.
Requires iOS 5.1 or later.

Sett inn 3. október 2013

 


Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments