Nú á dögunum kom út snjallforritið Mjási sem ætlað er að skemmta yngstu kynslóðunum. Forritið sem er fyrsta sinnar tegundar á íslensku er hannað af þremur ungum frumkvöðlum sem stefna að þroskandi leikjahönnun fyrir börn. Snjallforritið er bráðskemmtileg snertihljóðbók sem fjallar um köttinn Mjása sem hefur týnt fötunum sínum og ratar ekki heim. Við lesningu sögunnar þarf notandi að hjálpa Mjása að yfirstíga smáþrautir sem verða á vegi hans. Ýmsar skemmtilegar persónur koma fyrir í sögunni og hafa þær allar mikil áhrif á framgang mála í þessu skemmtilega ævintýri.

Appið Mjási inniheldur meðal annars:

  • - 12 glæsilegar myndasenur sem mynda Ævintýri Mjása.
  • - Yfir 30 mínútur af hljóðskrám frá leiklistarmönnum ásamt frumsaminni tónlist.
  • - Smáþrautir og hreyfimyndir.
  • - Púsluspil fyrir hverja myndasenu þar sem hægt er að velja um mismunandi fjölda púsla.

 

Mjási á iTunes (IS)

mjasi_icon

 

 

 

 

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
$8,77

Fyrir iPad
Requires IOS 7 or later.

Sett inn 8.nóvember 2013

 


Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments