Puppet Pals HD Director´s Pass er skemmtilegt smáforrit þar sem hægt er að setja á svið leiksýningu og taka upp þannig að úr verði hreyfimynd. Þetta er hægt að gera á mettíma því forritið er mjög einfalt í notkun. Auðvelt er að virkja sköpunargleði barna og ungmenna með Puppet Pals, því forritið bíður upp á að bæði bakgrunnur og persónur séu gerðar frá grunni.

Við náðum í ótrúlega skemmtilegt smáforrit sem heitir Puppet Pals. Þar er hægt að búa til sína eigin leiksýningu með leikurum og bakgrunnum. Börnin geta stjórnað leikurunum með því að draga þá inn á sviðið og út aftir, stækkað leikarana og minnkað. Rúsínan í pylsuendanum er að það er hægt að taka upp hreyfingarnar og hljóðin sem börnin búa til.

Mikil sköpunargáfa fylgir þessu og gaman að sjá hvað börnin eru dugleg að gera leiksýningu á auðveldan máta.

Rakel G. Magnúsdóttir

Puppet Pals er skemmtilegt forrit og gefur mikla mögleika í kennslu hjá yngri nemendum. Gott tækifæri til að þjálfa nemendur í sögugerð og framsögn.  Hægt er að nota persónur og bakgrunni sem eru til staðar í   forritinu eða búa til eigin persónur og sögusvið. Mjög skemmtileg viðbót í þemaverkefnum þar sem nemendur setja á svið eigið leikrit í tengslum við námsefnið.

Marta Gunnarsdóttir umsjónarkennari í 2. og 3. bekk í Kelduskóla – Korpu

Puppet pals er skemmtilegt smáforrit fyrir börn til að efla ímyndunarafl og sköpunargáfu! Þú getur glætt sögu þína lífi með valmöguleik á      mörgum leikurum, einnig getur þú verið hluti að sögunni sem fær fólk til að brosa.

Anna Karakulina grunn- og framhaldsskólakennari í leikskólanum Arnarbergi

Puppet Pals HD á iTunes

Hér má nálgast forritið á US store.

Hér má nálgast forritið í IS store.

Fyrir iPad, iPhone og iPod touch
Requires iOS 6.1 or laterUmmæli

ummæli

Powered by Facebook Comments