ReSound Control er smáforrit sem gerir þér kleift að fjarstýra ReSound heyrnartækjunum með símanum þínum eða iPadnum. ReSound heyrnartækin fást hjá Heyrn ehf en smáforritið er frítt. Í ReSound Verso heyrnartækin er búið að koma fyrir nýjustu tækni sem einangrar þær raddir og hljóð sem skipta þig mestu máli.

Með ReSound Control smáforritinu getur notandinn stillt hljóðstyrk heyrnartækisins og haft styrkinn mismunandi á vinstra og hægra eyra. Þá getur notandinn einnig stillt staðsetningu, t.d. á veitingahúsi eða úti. Heyrnartækið tekur þá tillit til þess og minnkar kliðinn á veitingahúsinu og lætin í bílunum. Hægt er að streyma hljóði inn í heyrnartækið með litlum hljóðnema eða sjónvarpsstreymi og þessu er hægt að stjórna með smáforritinu. Með hljóðnemanum getur kennari t.d. streymt hljóðinu beint í heyrnartæki nemandans þannig að nemandinn heyrir í honum eins og hann væri við hliðina á honum.

Ég fór í heyrnarmælingu og þá kom í ljós að ég heyrði ekki nógu vel. Hún Ellisif í Heyrn tók á móti mér og sýndi mér fullt af heyrnartækjum sem ég hafði engan áhuga á. Þegar hún sagði mér að það væri til app í símann sem stjórnaði tækinu þá var ég tilbúin til að prófa og fékk þau lánuð til að byrja með. Fljótlega fór ég að heyra fullt af nýjum hljóðum sem ég hafði ekki heyrt áður og nýr heimur opnaðist fyrir mér. Eitt af því sem mér finnst svo frábært við ReSound Unite tækið er að  geta tengt það við sjónvarpið og notað svo appið til þess að lækka umhverfishljóð og hækka í sjónvarpinu þó svo að það sé stillt lágt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi.

Rakel G. Magnúsdóttir, námsmaður og kennari

ReSound Control á iTunes

resound_icon

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
Frítt

Fyrir iPhone, iPod touch og iPad
Requires IOS 6.0 or later.

Sett inn 12. september 2013

 Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments