Rauði kross Íslands kynnti nýtt skyndihjálpar-smáforrit á dögunum. Í smáforritinu má nálgast allar helstu upplýsingar um skyndihjálp. Auk þess er hægt að prófa þekkingu sína í skyndihjálp, skoða myndbönd og ná beinu símasambandi við Neyðarlínuna. Þórir Guðmundsson, yfirmaður hjálparstarfssviðs Rauða Krossins, sagði í samtali við Vísi að von Rauða Krossins væri að sem flestir Íslendingar hafi appið í símanum sínum en það getur hjálpað fólki þegar það lendir í aðstæðum þar sem það þarf að beita skyndihjálp.

Smáforritið er bæði hannað fyrir iOS og Android stýrikerfi. Hér er hægt að nálgast smáforritið fyrir Android. Með myndböndum, gagnvirkum prófum og einföldum skilaboðum hefur aldrei verið eins auðvelt að læra skyndihjálp. Þá er einnig hægt að taka próf til þess að athuga hvar maður stendur og hvað þarf að læra betur. Hægt er að taka prófið hér.

Á næsta ári á Rauði krossinn 90 ára afmæli og af því tilefni ætlar Rauði krossinn á Íslandi að vera með sérstakt átak í skyndihjálp. Útgáfa skyndihjálpar-smáforritsins er hluti af því verkefni. Rauði krossinn kennir árlega um 7 til 10 þúsuns manns skyndihjálp en mikilvægt er að fólk fari á námskeið á þriggja ára fresti.

Skyndihjálp á iTunes

skyndihjalp_icon

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
Frítt

Fyrir iPad, iPhone og iPod touch. Requires
iOS 6.0 or later

Heimasíða Rauða Krossins

Heimasíða skyndihjálpar

Sett inn 10. janúar 2014Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments