Stafirnir okkar er leikur fyrir spjaldtölvur og snjallsíma fyrir börn á aldrinum 2-5 ára sem eru að læra að þekkja íslensku bókstafina. Leikurinn er heillandi og auðveldur í notkun en hann kynnir íslenska stafrófið fyrir börnum á líflegan og skemmtilegan hátt.

Íslensku bókstafirnir eru kynntir ásamt orði hvers bókstafs. Hægt er að hlusta á orð hvers bókstafs kynnt í samhengi. Leikinn prýða vandaðar teikningar eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur.

Leikurinn er fáanlegur fyrir iPad og iPhone í App Store og í Google Play fyrir spjaldtölvur og snjallsíma sem nota Android stýrikerfi.

 Frábært og einfalt smáforrit á íslensku til að kenna börnum íslensku stafina.

Rakel G. Magnúsdóttir – Bakkaberg

 

Stafirnir okkar á iTunes

stafirnir_icon

 

 

 

 

Smellið á myndina til að
nálgast smáforritið (app)
$2,99

Fyrir iPad
Requires IOS 6.0 or later.

Sett inn 26.október 2013

 


Ummæli

ummæli

Powered by Facebook Comments